Sjö bandarískir hermenn létust í umferðarslysi í Bagdad

Sjö bandarískir hermenn létu lífið og 11 slösuðust í umferðarslysi í vesturhluta Bagdad, höfuðborg Íraks í dag. Tveir íraskir fangar létu einnitg lífið í slysinu og sá þriðji slasaðist. Að sögn Bandaríkjahers er verið að rannsaka orsakir slyssins en frekari upplýsingar hafa ekki verið gefnar.

Tveir aðrir bandarískir hermenn létust í Írak í gær og dag. Annar lét lífið í Kirkuk í norðurhluta landsins þegar uppreisnarmenn skutu eldflaug á bílalest, og hinn lét lífið þegar herbíll valt austur af Bagdad. Tveir aðrir hermenn slösuðust í bílveltunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert