McCann hjónin viss um að sakleysi þeirra muni sannast

Gerry og Kate McCann
Gerry og Kate McCann Reuters

Foreldrar Madeleine McCann, sem saknað hefur verið frá því í maí sl., segjast þess fullviss um sakleysi hvors annars og að þau muni á endanum sanna sakleysi sitt fyrir portúgölskum stjórnvöldum. Þetta kemur fram á bloggsíðu Gerry McCann, föður Madeleine.

„Við Kate erum þess fullviss að þegar öll sönnunargögnin hafi verið borin saman, þá getum við sýnt fram á að við áttum engan þátt í mannráninu á Madeleine,” segir í bloggfærsu Gerry McCann.

Þá segir hann að þau séu bæði 100% viss um sakleysi hvors annars og að fjölskylda og vinir þeirra standi með þeim.

Þetta er fyrsta færsla hans síðan tilkynnt var formlega sl. föstudag að hjónin lægju undir grun. Hjónin eru nú heima hjá sér í þorpinu Rothley í Englandi, en mega eiga von á því að verða kölluð aftur til Portúgals ef lögregla óskar eftir því. Að sögn fjölskyldunnar hefur portúgalska lögreglan gefið í skyn að Kate McCann hafi óviljandi valdið dauða dóttur sinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert