Bombardier krefst kyrrsetningar um 40% Dash-8-Q400 véla

Dash 8 Q400 í litum Widerö-flugfélagsins norska.
Dash 8 Q400 í litum Widerö-flugfélagsins norska.

Kanadísku flugvélasmiðjurnar Bombardier fyrirskipuðu í dag að hátt í 40% allra Dash-8-Q400 flugvéla sem smíðaðar hafa verið verði kyrrsettar í kjölfar þess að slík vél frá SAS fór út af flugbrautarenda eftir nauðlendingu í Litháen í morgun. Um er að ræða allar Q400 vélar sem flogið hafa 10.000 ferðir eða fleiri.

Nauðlendingin í Litháen í morgun stafaði af bilun í lendingarbúnaði, en fyrir fáeinum dögum leiddi svipuð bilun til nauðlendingar samskonar vélar frá SAS í Danmörku. Fimm manns slösuðust lítillega.

Talsmaður Bombardier sagði að öllum rekstararaðilum Q400 véla hafi verið ráðlagt að láta skoða vélar sem farið hefðu yfir tíu þúsund ferðir. Alls væri um að ræða um sextíu vélar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert