Bush segir að 5700 hermenn verði komnir heim frá Írak fyrir jól

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í sjónvarpsávarpi í nótt, að 5700 bandarískir hermenn yrðu komnir heim frá Írak fyrir jól og hann byggist við því, að þúsundir til viðbótar myndu snúa heim fyrir mitt næsta ár. Sagðist Bush hafa fallist á ráðleggingar Davids Petraeus, yfirmanns bandaríska heraflans í Írak, sem gaf Bandaríkjaþingi skýrslu í vikunni.

Demókratar í Bandaríkjunum, sem hafa krafist stefnubreytingar í málefnum Íraks, brugðust hart við ræðu Bush. Joe Biden, sem sækist eftir útnefningu sem forsetaefni flokksins, sagði að ræðan hefði verið skammarleg og sérkennileg.

Bush sagði í ræðu sinni, að með því að fækka smátt og smátt í bandaríska hernum væri bæði komið til móts við þá, sem vildu kalla herinn heim og þeirra, sem teldu að árangur í Írak væri nauðsynlegur til að tryggja öryggi Bandaríkjanna.

Þá sagði Bush, að það væri aldrei og seint að ráðast til atlögu gegn al-Qaeda. „Það er aldrei of seint að vinna að frelsi, Og það er aldrei of seint að styðja herlið okkar í orrustu sem það getur unnið," sagði Bush.

Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði að ræðan væri sama gamla tuggan. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að ræðan boðaði 10 ára hernám Íraks og Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður, sagði að í ræðunni væru boðuð of stutt skref og of seint.

Jack Reed, öldungadeildarþingmaður sagði: „En einu sinni hefur forsetanum mistekist að annað hvort leggja fram trúverðuga áætlun um að ljúka stríðinu eða koma fram með sannfærandi rök fyrir því að halda stríðinu áfram."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert