Fellibylur stefnir á Shanghai

Kona berst við regnhlíf í Taipei, höfuðborg Taívan, í morgun. …
Kona berst við regnhlíf í Taipei, höfuðborg Taívan, í morgun. Fellibylurinn olli talsverðri úrkomu á norðurhluta eyjarinnar. AP

Fellibylur, sem fengið hefur nafnið Wipha, stefnir nú á héraðið kínverska héraðið Zhejiang og stórborgina Shanghai þar sem um 14 milljónir manna búa. Hafa um 200 þúsund manns fengið fyrirskipun um að flytja sig á öruggari staði og skipum hefur verið siglt í höfn.

Fellibylurinn fór í nótt framhjá norðurhluta Taívan og stefnir í átt til Kína með um 20 km hraða á klukkustund. Vindhraði er um 55 metrar á sekúndu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert