Einn af leiðtogum al Qaeda felldur í Írak

Bandaríska herliði í Írak greindi frá því í dag að einn af leiðtogum al Qaeda samtakanna í landinu hefði fallið í loftárás herliðsins fyrr í þessari viku. Maðurinn Abu Usama al-Tunisi var frá Túnis og segir Joseph Anderson, einn af yfirmönnum bandaríska herliðsins, að hann hafi verið álitinn „emír erlendra hryðjuverkamanna í landinu”. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Tunisi féll er loftárás var gerð á Mussayib, suður af höfuðborginni Bagdad, á þriðjudag og segir Anderson fall hans vera umtalsvert áfall fyrir al Qaeda-samtökin í Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert