Pöddur nýjustu burðardýrin

Kókaín
Kókaín AP

Eiturlyfjasmyglarar hafa fundið nýja leið til þess að smygla kókaíni til Hollands. Samkvæmt upplýsingum frá hollensku tollgæslunni tók árvökull tollgæslumaður eftir einhverju einkennilegu er hann skoðaði pakka með 100 dauðum risapöddum frá Perú. Reyndust bjöllurnar vera fullar af kókaíni.

„Við sjáum ýmislegt í starfi okkar en þetta er nýlunda fyrir okkur," sagði talsmaður hollensku tollgæslunnar, Kees Nanninga.

Segir hann að svo virðist sem pöddurnar hafi verið ristar upp og fíkniefnum troðið inn í þær og síðan límt yfir sárið. Alls var um að ræða 300 grömm af kókaíni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert