ESB segir umbætur í Tyrklandi ekki ganga nógu langt

Tyrkir hrópa slagorð gegn Kúrdum við útför tyrknesks hermanns sem …
Tyrkir hrópa slagorð gegn Kúrdum við útför tyrknesks hermanns sem féll í árás aðskilnaðarsinnaðra Kúrda. AP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, gagnrýnir stöðu mannréttindamála og völd tyrkneska hersins, í stöðumatsskýrslu um Tyrkland sem kynnt verður innan tíðar. Í skýrslunni segir að þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið tekin til að bæta ástand mannréttindamála í landinu og að draga úr völdum hersins hafi sú þróun ekki gengið nógu langt. Þá segir að Tyrkir hafi ekki veitt skipum frá Kýpur viðunandi aðgengi að höfnum í Tyrklandi. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Það hafa ákveðin framfaraskref verið tekin varðandi stjórnkerfið á áriðnu 2007,” segir í drögum að skýrslunni sem birt verður 7. nóvember. „Það er hins vegar þörf á frekari umbótum, ekki síst varðandi tjáningarfrelsið, eftirlit með heraflanum og réttindi þeirra samfélagshópa sem ekki eru múslímar."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert