Rússar fordæma einangrun Gasa

Hús Palestínumanna við girðinguna á Gasa.
Hús Palestínumanna við girðinguna á Gasa. AP

Rússar gagnrýndu í dag Ísraela fyrir einangrun Gasa-svæðisins, en Ísraelar skammta nú Palestínumönnum á svæðinu eldsneyti og rafmagn. Segja Rússnesk stjórnvöld að litlar líkur séu á því að aðgerðirnar komi í veg fyrir hryðjuverk og öfgahyggju. Ísraelar hafa hótað að þrengja að Gasa-svæðinu með því að loka á rafmagn og eldsneytisflutninga þar til eldflaugaárásum á Ísrael frá Gasa verður hætt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka