Allsherjarþing SÞ hvetur til þess að Bandaríkjamenn aflétti viðskiptabanni á Kúbu

Frá allsherjarþingi SÞ
Frá allsherjarþingi SÞ Reuters

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi því í dag atkvæði með yfirgnæfandi meirihlhuta að Bandaríkin aflétti viðskiptabanni sínu á Kúbu. Þetta er sextánda árið í röð sem allsherjarþingið samþykkir slíka ályktun, en 184 lönd greiddu atkvæði með henni og fjögur gegn henni. Kúbönsk stjórnvöld segja að viðskiptabanninu sé nú framfylgt af meiri hörku en nokkru sinni áður.

Felipe Perez Roque, utanríkisráðherra Kúbu, sagði í ræðu fyrir þinginu að viðskiptabanninu hefði undanfarið ár verið framfylgt af hörku sem jaðraði við brjálæði og ofstæki og hefði ekki aðeins skaðað Kúbu, heldur samskipti landsins við a.m.k. 30 önnur lönd.

46 ár eru frá því að Bandaríkjamenn settu viðskiptabann á landið, og lítið bendir til þess að því verði aflétt á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert