Beðið eftir stormi á austurströnd Englands

Sjór er þegar genginn á land í Great Yarmouth á …
Sjór er þegar genginn á land í Great Yarmouth á austurströnd Englands. Reuters

Hundruð manna hafa þurft að rýma heimili sín á austurströnd Englands vegna flóðaviðvörunnar. Stormur er að myndast í Norðursjó og niður með vesturströnd Evrópu og er búist við allt að 2,7 metra hárri flóðbylgju.

Flóðbylgjan verður væntanlega lítið eitt lægri en árið 1953, en þá skall flóðbylgja á ströndum Bretlands og létust þá hundruð manna. Bresk lögregla býst við því að hættan verði mest fyrrihluta dags í dag og að bærinn Great Yarmouth í Norfolk verði verst úti.

Ógnvaldurinn er lægð sem er á leið niður Norðursjó frá Íslandi og segja veðurfræðingar skiliyrðin sem nú eru að myndast vera afar sjadgæf.

Lokað hefur verið fyrir skipaumferð í Thames og samskonar viðvaranir hafa verið gefnar út í Noregi, Þýskalandi og Hollandi. Olíuborpallar hafa verið rýmdir, skipaumferð stöðvuð og flóðhliðum lokað.

Lokað hefur verið fyrir skipaumferð til Rotterdam frá hafi
Lokað hefur verið fyrir skipaumferð til Rotterdam frá hafi AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert