Lögreglustjóri sakaður um spillingu gaf sig fram

Bernard Kerik hefur gefið sig fram við yfirvöld í Bandaríkjunum.
Bernard Kerik hefur gefið sig fram við yfirvöld í Bandaríkjunum. Reuters

Bernard Kerik, fyrrum lögreglustjóri i New York hefur gefið sig fram við yfirvöld en hann er sakaður um spillingu. Kerik var yfirmaður lögreglunnar 11. september 2001 þegar árásirnar voru gerðar á New York en hann er sakaður um að hafa þegið viðgerð á heimili sínu fyrir um 160 þúsund dali hjá byggingafyrirtæki sem hefur meint tengsl við mafíuna.

Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir forsetaframbjóðandann Rudy Giuliani sem studdi Kerik er hann bauð sig fram til embættis innan Homeland Security 2004 en Kerik dró umsókn sína til baka vegna skattamála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert