Óeirðir brutust út á Ítalíu

Óeirðir brutust út í Róm í gær og m.a. var …
Óeirðir brutust út í Róm í gær og m.a. var kveikt í bifreiðum. AP

Ítalskir knattspyrnuunnendur létu öllum illum látum í bæði innan vallar sem utan í kjölfar þess er lögreglan skaut stuðningsmann knattspyrnuliðsins Lazio til bana í gær. Lögreglan segir að það hafi verið hörmuleg mistök að Gabriele Sandri, sem var 26 ára, hafi látist þegar lögreglumenn reyndu að stilla til friðar milli stuðningsmanna tveggja liða á hraðbraut í Tórínó.

Hætt var við leik milli liðanna Atalanta og AC Milan er í brýnu slóst milli lögreglumanna og knattspyrnuáhangenda liðanna. Átök brutust einnig út á öðrum kappleikjum.

Í framhaldinu brutust út óeirðir í Róm og einnig var mótmælt í Mílanó.

Yfirmenn lögreglunnar, stjórnmálamenn og yfirmenn knattspyrnumála í landinu munu koma saman til fundar í dag í þeim tilgangi að draga úr þeim skaða sem varð nú um helgina.

Verstu átökin brutust út í höfuðborginni þar sem hundruð vopnaðra knattspyrnuaðdáenda réðust á lögreglustöð og höfuðstöðvar Ólympíunefndar Ítalíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert