Fundinn sekur um að smita ungar sænskar konur af HIV

Dómstóll í Solna í Svíþjóð fann í dag 32 ára gamlan Breta sekan um að hafa smitað tvær ungar sænskar konur með HIV veirunni, sem veldur alnæmi, og sett 13 aðrar stúlkur í hætti. Maðurinn var einnig fundinn sekur um að hafa átt kynmök við sex ólögráða stúlkur.

Dómarar gerðu manninum að gangast undir geðrannsókn áður en endanlegur dómur verður kveðinn upp.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa mök við á annan tug kvenna á árunum 2001-2006 án þess að segja þeim að hann væri HIV-smitaður. Lögreglu grunar, að á þessum árum hafi maðurinn verið í sambandi við að minnsta kosti 130 konur, sem hann kynntist á spjallrásum netsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert