Musharraf segist ætla að hætta sem yfirmaður hersins fyrir 1. desember

Pervez Musharraf, forseti Pakistans.
Pervez Musharraf, forseti Pakistans. Reuters

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefur sagt að hann muni láta af störfum sem yfirmaður hersins fyrir 1. desember nk. Þetta sagði dómsmálaráðherra landsins við blaðamenn í dag.

Mjög hefur verið þrýst á Musharraf, sem hrifsaði til sín völd í landinu árið 1999, að hætta sem æðsti yfirmaður hersins.

„Forsetinn hefur sagt að hann muni leggja einkennisklæðnaðinn til hliðar fyrir 1. desember,“ sagði Malik Mohammad Qayyum, dómsmálaráðherra landsins, á blaðamannafundi í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert