Tólf tonna hrefna í Amazon-regnskóginum

Hrefnunni bjargað af sandrifinu.
Hrefnunni bjargað af sandrifinu. Reuters

Tæplega sex metra löng hrefna hefur sést djúpt í regnskógum Brasilíu, rúmlega 1.600 kílómetra frá strönd Atlantshafsins. Hvalurinn strandaði fyrr í vikunn á sandrifi en dýralæknar og heimamenn hjálpuðust að við að losa hann, og hefur hann ekki sést síðan. Talið er að hrefnan sé um tólf tonn.

Hrefnan sást í Tapajosánni, sem er þverá Amazonfljótsins. Fátítt er að hvalir leiti svona langt upp ár, en sérfræðingar segja að vel kunni að vera að hrefnan hafi verið á þessum slóðum í nokkra mánuði.

Sögusagnir um dularfulla skepnu höfðu um skeið vakið nokkurt uppnám meðal íbúa í grennd við Tapajosána.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert