Lík bandarískrar háskólastúdínu talið fundið

Emily Sander.
Emily Sander. AP

Talið er að lík sem fundist hefur í Kansas í Bandaríkjunum sé af 18 ára háskólastúdínu sem lifði tvöföldu lífi og var klámstjarna á netinu, að því er lögregla greindi frá í gær. Ekki hefur verið greint frá því með hvaða hætti lát hennar hafi borið að höndum.

Hvarf stúlkunnar, Emily Sander, vakti mikla athygli eftir að í ljós kom að hún hafði setið fyrir á nektarmyndum sem birtar voru á vinsælli netsíðu. Lögreglustjórinn í El Dorado í Kansas fullyrti í gær, að hvarf Sanders hafi ekki á nokkurn hátt tengst fyrirsætustörfum hennar.

Síðast sást til hennar fyrir viku er hún fór út af bar í El Dorado með 24 ára manni sem hefur verið eftirlýstur um gjörvöll Bandaríkin eftir að lögregla fann mikið af blóði á hótelherbergi sem hann hafði gist á í Kansas. Einnig leitar lögreglan að 16 ára unnustu mannsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert