Breskur kennari náðaður í Súdan

Omar al-Beshir, forseti Súdans, náðaði í morgun Gillian Gibbons,  breskan kennara, sem í síðustu viku var dæmd  í 15 daga fangelsi fyrir móðgun við íslamstrú. Gibbons leyfði börnum í bekk sem hún kenndi að nefna tuskubangsa Múhameð.

Forsetinn ákvað að náða Gibbons eftir að hafa átt fund með tveimur breskum lávörðum. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagðist afar ánægður með þessar fréttir.

Búist er við, að Gibbons verði leyst úr haldi síðar í dag og fljúgi til Englands. Hún segir í yfirlýsingu, að henni þyki afar miður að hafa valdið þessu uppnámi. Hún beri mikla virðingu fyrir íslamstrú og myndi aldrei vísvitandi smána þá trú. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert