Eldsvoði í Ósló

Slökkvilið berst nú við mikinn eld í byggingu í miðborg Óslóar. Ekki er vitað til þess að neinn hafi sakað. Eldurinn kom upp á jarðhæð í húsinu þar sem ekki var búið en lögreglu grunar, að húsnæðislausir hafi hafst þar við.

Nærliggjandi hús hafa verið rýmd. Fram kemur á fréttavef Aftenposten að reykjarmökkur liggi yfir miðborginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka