6 ungmenni skotin í Las Vegas

Tveggja er leitað vegna skotárásarinnar
Tveggja er leitað vegna skotárásarinnar AP

Árásarmenn skutu sex ungmenni er þau stigu út úr skólabíl í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær. Tvö þeirra eru lífshættulega særð. Er talið að árásin tengist deilum út af stúlku, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Nokkrum klukkustundum fyrir árásina hafði lögregla í menntaskóla hendur í hári þriggja ungmenna vegna deilu um stúlku. Þremenningarnir voru í haldi lögreglu í um klukkustund en var síðan sleppt.  Byssumannanna tveggja er enn leitað en þeir flúðu af vettvangi.

17 og 18 ára piltar eru alvarlega særðir og fjögur til viðbótar eru á sjúkrahúsi með skotsár á höndum og fótum. Ekki hefur verið upplýst hvort piltarnir sem eru alvarlega særðir eru nemendur í skólanum og að þeir hafi verið í skólabílnum en fjórmenningarnir, þrír piltar og ein stúlka, eru öll nemendur í skólanum, Mojave High School.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert