Fundin sek um þrælahald

Mahender Murlidhar Sabhnani, sem ásamt konu sinni var fundinn sekur …
Mahender Murlidhar Sabhnani, sem ásamt konu sinni var fundinn sekur í dag, er hann var handtekinn í sumar. AP

Auðug hjón í Bandaríkjunum hafa verið fundin sek um að hafa haldið tveim indónesískum konum sem þrælum á heimili sínu í New York og misþyrmt þeim líkamlega og andlega.

Hjónin, sem eru 51 árs og 45 ára, eiga yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsi. Hjónin reka snyrtivöruverslun og eiga fjögur börn. Þau héldu konunum í húsi sínu og neyddu þær til að vinna allt að 18 tíma á sólarhring.

Upp komst um málið eftir að önnur konan fannst úti á götu í engu nema buxum og handklæði.

Saksóknari sagði að konurnar hefðu sætt refsingum fyrir að sofa yfir sig og stela mat úr ruslinu til að bæta sér upp lítilfjörlegar máltíðir sem þær fengu.

Konurnar sögðust hafa verið barðar með kústum og regnhlífum, skornar með hnífum og neyddar til að fara í ískaldar sturtur. Önnur sagðist hafa verið neydd til að borða sterkkryddaðan mat og síðan eigin ælu.

Verjandi hjónanna sagði konurnar tvær hafa iðkað galdra og kunna að hafa misþyrmt sér sjálfar. Dómnum yrði áfrýjað.

Varsha Mahender Sabhnani leidd í járnum í réttarsal.
Varsha Mahender Sabhnani leidd í járnum í réttarsal. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert