Heita 7,4 milljörðum dala til Palestínumanna

Þjóðarleiðtogar á ráðstefnunni í París í dag.
Þjóðarleiðtogar á ráðstefnunni í París í dag. AP

Þátttakendur í alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Palestínumanna í París hafa heitið 7,4 milljarða dala framlögum, jafnvirði 472 milljarða króna, til að byggja upp hagkerfið á heimastjórnarsvæðunum og undirbúa stofnun sjálfstæðs ríkis.  

Mahmud Abbas, forseti Palestínumanna, hafði óskað eftir 5,4 milljörðum dala fyrir árið 2010. Salam Fayyad, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, sagðist líta á þetta sem mikilvæga traustsyfirlýsingu frá alþjóðasamfélaginu og ráðstefnan hefði í raun viðurkennt þá sýn, sem Palestínumenn hafa á væntanlegt ríki.

Íslendingar tilkynntu í dag, að þeir myndu leggja fram 4 milljónir dala, jafnvirði um 250 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert