Nítján látnir í óeirðum í Pakistan

Stuðningsmaður Bhutto kveikir í hjólbörðum í Islamabad.
Stuðningsmaður Bhutto kveikir í hjólbörðum í Islamabad. Reuters

Nítján hafa látið lífið í óeirðum í Pakistan í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra landsins í gær. „Tala látinna í óeirðum, íkveikjum og slagsmálum stendur nú í 19. Þar af hafa 18 látið lífið í Sindh-héraði og einn í Punjab," sagði ónefndur embættismaður í samtali við fréttamann AFP.

Lögregla hefur greint frá því að einn hinna látnu sé lögreglumaður sem hafi verið skotinn til bana í Karachi. Fjöldi fólks streymdi út á götur stærstu borga landsins eftir að fréttist af morðinu í gær og hefur verið kveikt í fjölda bíla og bygginga. Þá hefur verið brotist inn í fjölda verslana auk þess sem mótmælendur hafa reynt að stöðva umferð um nokkrar helstu umferðaræðar borgannar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert