Mælt með fóstureyðingum í Egyptalandi

Al-Azhar, æðsta hugmyndafræðistofnun súnníta í Egyptalandi, lýsti því yfir dag að konum sem verði barnshafandi við nauðgun veri að gangast undir fóstureyðingu til að varðveita stöðugleika samfélagsins. Kona sem hefur verið nauðgað verður að binda enda á meðgöngu um leið og hún uppgötvar að hún er barnshafandi, að því gefnu að læknir sem hún treystir veiti samþykki sitt fyrir aðgerðinni,” segir í yfirlýsingu stofnunarinnar.

Samkvæmt upplýsingum sjálfstæðra kvenréttindasamtaka í landinu er tveimur konum nauðgað þar á hverjum klukkutíma. Er þessi há tíðni nauðgana m.a rakin til atvinnuleysis, mikils kostnaðar við giftingar og þess að kynlíf fyrir hjónaband er ekki samþykkt í egypsku samfélagi.

 Samkvæmt egypskum lögum eru fóstureyðingar einungis löglegar séu þær nauðsynlegar vegna heilsu móður eða fósturs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert