McCain með forskot í Suður-Karólínu

John McCain.
John McCain. Reuters

John McCain hefur sex prósentustiga forskot á keppinaut sinn Mike Huckabee vegna forkosninga repúblíkana sem þar fara fram á laugardaginn, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birtar voru í dag. McCain nýtur 29% fylgis en Huckabee 23%. Mitt Romney, sem sigraði í Michigan, er þriðji með 13 prósent.

Könnunin var reyndar gerð áður en forkosningarnar í Michigan fóru fram, og segja fréttaskýrendur að sigur Romneys þar kunni að draga úr forskoti McCains í S-Karólínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert