Þjóðveldisflokkurinn stærstur í Færeyjum

Frá Færeyjum
Frá Færeyjum Árvakur/Einar Falur

Þjóðveldisflokkurinn er stærsti flokkurinn á færeyska Lögþinginu eftir þingkosningar, sem fóru fram í Færeyjum í dag. Flokkurinn fékk 23,3% atkvæða og 8 þingmenn og bætti við sig 1,5 prósentum. Stjórnarflokkarnir tapa allir fylgi en halda öruggum meirihluta. Mjög góð kjörsókn var í eyjunum.

Sambandsflokkurinn fékk 21% atkvæða og 7 þingmenn, tapaði 2,7 prósentum. Jafnaðarflokkurinn fékk 19,4% og sex þingmenn, tapaði 2,4 prósentum og einum manni. Þá fékk Fólkaflokkurinn 20,1% og sjö þingmenn, tapaði 0,5 prósentum. Það vakti athygli, að Óli Breckmann, sem setið hefur á þingi  síðan 1974, missti sæti sitt nú.

Þessir þrír flokkar hafa myndað meirihluta á Lögþinginu undir forustu Jóannesar Eidesgaards, leiðtoga Jafnaðarflokksins, á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. 

Bæði Miðflokkurinn og Sjálfstýriflokkurinn bæta við sig fylgi. Miðflokkurinn fær 8,3% og 3 þingmenn, bætir við sig 3,2 prósentum og einum manni.  Sjálfstýriflokkurinn fékk 7,2% og 2 þingmenn, bætir við sig 2,6 prósentum og einum manni.  Miðnámsflokkurinn fékk 0,7% en engan mann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert