Pólitískir andstæðingar takast í hendur

Pólitískir andstæðingar í Kenýa tókust í hendur í dag á málamiðlunarfundi sem var stýrt af Kofi Annan, fyrrum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Þetta var í fyrsta sinn sem forseti Kenýa Mwai Kibaki og leiðtogi stjórnarandstöðunnar Raila Odinga hittust síðan umdeildar kosningar voru í landinu í desember síðastliðnum. 

Í kjölfar kosninganna braust út ofbeldisalda í Kenýa.  Leiðtogarnir heita því að finna leið til þess að binda enda á deilurnar sem hafa orðið 700 manns að bana í Kenýa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert