Gasleki í Stokkhólmi

Frá Stokkhólmi.
Frá Stokkhólmi. Reuters

Stórt svæði hefur verið girt af í miðborg Stokkhólms eftir að alvarlegs gasleka varð vart í borginni. Lögreglan er með mikinn viðbúnað. Talsmaður lögreglunnar segir að búið sé að finna upptök lekans og að unnið sé að því að skrúfa fyrir hann.

Björn Engström, talsmaður lögreglunnar, segir að það geti tekið nokkrar klukkustundir að skrúfa fyrir gaslekann, en grafa þarf í jörðu til að komast að honum.

Búið er að rýma verslunarmiðstöðina PUB og Hotel Rica þá hefur öllum mörkuðum á Hötorget lokað.

Tugir lögreglu- og slökkviliðsmanna eru á vettvangi og vísa fólki frá sem er þarna á ferðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert