Clinton og Obama hnífjöfn

Reuters

Hillary Clinton og Barak Obama eru hnífjöfn í kapphlaupinu um að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í nóvember, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í dag. John McCain hefur afgerandi forskot hjá repúblíkönum.

Könnunin var gerð fyrir Washington Post og ABC News. Samkvæmt niðurstöðunum nýtur Clinton 47% stuðnings, en Obama 43%, og er munurinn innan skekkjumarka.

En meðal repúblíkana er forusta McCains afgerandi. Fylgi hans er 48% en næstur kemur Mitt Romney með 24% fylgi. Mike Huckabee er þriðji með 16% og Ron Paul er með sjö prósent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert