Ná tökum á eldinum í London

Eldurinn í Camden hverfinu var mikill í kvöld.
Eldurinn í Camden hverfinu var mikill í kvöld. Reuters

Slökkviliðsmenn í London segjast búnir að ná tökum á eldi í Camden hverfinu í norðurhluta borgarinnar. Engan sakaði skv. talsmanni slökkviliðsins en eldurinn var mikill og skemmdir eru töluverðar. Um 100 manns hafa barist við eldinn í kvöld.

Camden markaðshverfið er einn vinsælasti hluti borgarinnar. Þar eru margir veitinga- og skemmtistaðir og jafnan margir á ferli á laugardagskvöldum. Talið er að mestu skemmdirnar hafi orðið í verslunarhúsnæði og vörugeymslum, en eldurinn mun líka m.a. hafa náð í þekkta krá á svæðinu - Hawley Arms, nálægt íbúðahverfinu við Chalk Farm Road.

Ekki er ljóst hvernig eldurinn kviknaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert