Bandaríkjamenn skjóta niður njósnahnött

Bandaríska varnarmálaráðuneytið ætlar að skjóta eldflaug að ónýtum njósnahnetti sem hrapa mun til jarðar snemma í mars. Fréttastofan AP segir að bandarísk stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um að skjóta niður gervihnöttinn áður en hann kemur inn í gufuhvolf jarðar.

Fréttastofan AP hefur þetta eftir ónafngreindum heimildum en ekki liggur fyrir hvort hætta er talin á því að hnötturinn lendi á byggðu svæði. Pentagon, bandaríska varnamálaráðuneytið mun kynna málið síðar á blaðamannafundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert