Hundruð milljóna á rangt heimilisfang

Newcastle Upon Tyne varð af mörg hundruð milljóna endurgreiðslu vegna …
Newcastle Upon Tyne varð af mörg hundruð milljóna endurgreiðslu vegna mistaka embættismanna í London. Reuters

Opinberir starfsmenn í breska innanríkisráðuneytinu rugluðust á bæjarnöfnum og greiddu bænum Newcastle-under-Lyme í Staffordskíri 356 milljóna króna landsbyggðarstyrk sem ætlaður var Newcastle Upon Tyne.

Samkvæmt breska dagblaðinu The Daily Telegraph hyggjast menn í Newcastle-under-Lyme sem er 74 þúsund manna bær ekki skila styrknum í neinum flýti þar segjast menn hafa talið að þeir ættu rétt á þessum styrki sem er endurgreitt útsvar sem þeir bæir fá sem þykja hafa staðið sig vel í að laða til sín ný fyrirtæki.

Í ljós hefur komið að endurgreiðslan hefur farið á rangt bæjarfélag undanfarin tvö ár.

Í hinni norðlægu fótboltaborg sem státar af tæplega 200 þúsund íbúum gerðu menn athugasemd við það í fyrra hvað endurgreiðslan þeirra var lág en þá var þeim sagt að engin mistök hefðu verið gerð.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert