Áfram óróasamt í Danmörku

Danskir múslímar mótmæla birtingu Múhameðsmyndarinnar í Kaupmannahöfn á föstudag.
Danskir múslímar mótmæla birtingu Múhameðsmyndarinnar í Kaupmannahöfn á föstudag. AP

Töluvert var um íkveikjur í Danmörku í nótt þvert á þá von yfirvalda að mjög væri að draga úr aðgerðum mótmælenda. Skóli í Hundige og vöggustofa í Árósum skemmdust mikið í eldi í nótt. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Þá var fjölbýlishús á Nørrebro rýmt um niðnætti vegna mikils elds í skúr í bakgarði þess.  Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs var hitinn frá eldinum var svo mikill að rúður sprungu í húsinu. Einnig er talið að komið hafi verið í veg fyrir íkveikju í skóla í Kaupmannahöfn. Þá var kveikt í strætisvagni í borginni, bílum og gámum.

Í nokkrum tilfellum var steinum einnig kastað í lögreglu og slökkvilið. Lögregla segir ástandið þó mun betra en það var aðfararnótt laugardags og þakkar það m.a. almennum borgurum sem hafi látið lögreglu vita þegar þeir hafi orðið varir við hópamyndun ungmenna eða annað grunsamlegt athæfi. Í gær þakkaði lögregla einnig foreldrum ungmenna sem virtust leggja sig fram um að hafa stjórn á börnum sínum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert