Kósóvó lýsir yfir sjálfstæði

Albanska fánanum veifað í þorpinu Kosovska Mitrovica í morgun
Albanska fánanum veifað í þorpinu Kosovska Mitrovica í morgun AP

Hashim Thaci, forsætisráðherra Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði landsins á sérstökum þingfundi klukkan tvö að íslenskum tíma og sagði að frá og með þessum degi yrði Kósóvó stolt, sjálfstætt og frjálst.

Búist er við því að flest ríki Evrópusambandsins og  Bandaríkin viðurkenni hið nýja ríki fljótlega.

Albanskir múslimar eru í miklum meirihluta í Kósóvó og búast þeir nú til að fagna því sem þeir líta á sem sigur í langri baráttu við Serba um yfirráð hins fátæka svæðis.

Hermenn Atlantshafsbandalagsins eru í viðbragðsstöðu í norðurhluta Kósóvó þar sem Serbar eru í meirihluta, þar hefur serbneski fáninn víða verið dreginn við hún og er búist við því að þar geti brotist út mótmæli, en Serbar eru mjög andvígir sjálfstæðisyfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert