Kveikt í þriðju sólbaðsstofunni í Danmörku

Kveikt var í þriðju sólbaðsstofunni á sólarhring í Danmörku í dag, í þetta skiptið á í bænum Stege á eynni Møn. Lögregla telur þó að bruninn á eynni tengist ekki á nokkurn hátt brununum tveimur í Kaupmannahöfn, heldur ungum góðkunningjum lögreglunnar í bænum.

Bruninn uppgötvaðist skömmu fyrir klukkan hálft tvö að dönskum tíma af konu sem vinnur á staðnum. Ungmennin höfðu kveikt í rusli á sólbaðsstofunni og notuðu m.a. sprittklúta sem notaðir eru til að þrífa ljósabekki.

Tvær sólbaðsstofur hafa brunnið til kaldra kola í Kaupmannahöfn síðasta sólarhringinn og leikur grunur á því að þau mál tengist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert