McCain vonast til að Kastró fari brátt yfir móðuna miklu

John McCain.
John McCain. Reuters

John McCain, sem telja má líklegt að hljóti útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum, sagði í dag að hann vonist til þess að Fídel Kastró, sem hefur látið af völdum sem Kúbuleiðtogi, muni brátt hverfa á vit forfeðra sinna.

Þá gagnrýndi McCain Barack Obama, sem berst um útnefningu demókrata, fyrir að hafa boðist til að ræða við næsta leiðtoga Kúbu.

„Fídel Kastró hefur tilkynnt að hann muni ekki starfa áfram sem forseti - hvað sem það nú þýðir,“ sagði McCain í Indianapolis.

„Og ég vona að hann fái tækifæri til að hitta Karl Marx bráðlega. Mergur málsins er hins vegar sá að hann er að reyna að undirbúa Raul bróður sinn. Félagar, að ýmsu leiti er Raul mun verri kostur en Fídel var.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert