Tilræðismaður gaf sig fram

Fyrrum lögreglumaður sem talið er að hafi skotið og sært forseta Austur Timor, Jose Ramos-Horta gaf sig fram við yfirvöld í landinu seint í gærkvöldi. Amaro da Costa er grunaður um árásina á forsetann og afhenti hann lögreglu tvo sjálfvirka riffla og skothylki er hann gaf sig fram.

„Ég vil að stöðugleiki komist á hjá þjóðinni," sagði Costa sem er einn af 17 mönnum sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í árásinni á forsetann og forsætisráðherra landsins.

Hinir grunuðu eiga yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóma ef þeir verða dæmdir sekir.

„Ef ég gæfi mig ekki fram við yfirvöld mun þessi þjóð aldrei þróast," sagði Costa í samtali við fréttamenn. Hann bætti því við að hann hefði tekið þátt í atburðunum fyrir utan bústað forsetans en hann neitaði að fara nánar út í þá sálma.

„Ég mun útskýra smáatriðin fyrir ríkissaksóknara," sagði Costa.


Amaro da Costa gaf sig fram í gær.
Amaro da Costa gaf sig fram í gær. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert