Íran fagnar auknum samskiptum við Ísland

Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans.
Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans. Reuters

Utanríkisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, segir að Íran og Ísland geti gert með sér tvíhliða samkomulag. Mottaki sagði þetta eftir að hann átti fund með Grétari Má Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, í Teheran í gær.

Mottaki segir að Ísland og Íran geti unnið saman að ýmsum verkefnum, t.d. að bifreiðasmíði og stíflugerð. Þetta kemur fram á vefnum Press TV.

Haft er eftir Grétari Má að tvíhliða samkomulag sem þetta hafi mikla þýðingu fyrir Ísland. Þá er haft eftir honum að hægt sé að efla tengsl Íslands og Írans á ýmsum sviðum, og þá vonist hann til þess að samskipti þjóðanna muni aukast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert