Vilja að tekið sé á vímuefnanotkun fræga fólksins

Það hefur marg oft verið fjallað um vímuefnaneyslu breska tónlistarmannsins …
Það hefur marg oft verið fjallað um vímuefnaneyslu breska tónlistarmannsins Pete Doherty í fjölmiðlum. Reuters

Það sendir út röng skilaboð til ungs fólks þegar það er tekið létt á þeim stjörnum sem nota ávana- og fíkniefni. Þetta segir eftirlitsstofnun Sameinuðu þjóðanna með ávana- og fíkniefnum (INCB).

Philip Emafo, sem er forseti INCB, varar við afleiðingum þess þegar ekki er tekið hart á frægum einstaklingum sem nota fíkniefni. Hann segir að vímuefnaneysla sé hafin upp til skýjanna þegar frægt fólk sést nota efnin. Þetta kemur fram á vef BBC.

Emafo sagði þetta á sama tíma og INCB birtu nýja ársskýrslu sína, en þar kemur jafnframt fram að mikilvægt sé að taka fíkniefnasala úr umferð. Í skýrslunni segir að margar ríkisstjórnir leggi of mikla áherslu á að handtaka götusala sem eru með litla dreifingu, og geri of lítið til að ráðast gegn stóru glæpaklíkunum.

„Frægt fólk tengist oft ólöglegum fíkniefnainnflutningi eða fíkniefnanotkun, og þetta er hafið upp til skýjanna,“ sagði Emafo.

„Ef þau hafa brotið af sér þá á að taka á því.“

Þá lýsa skýrsluhöfundar yfir áhyggjum vegna þeirra vandamála sem ríkja í Afganistan, en þar er 93% af öllu í ópíumi í heiminum framleitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert