Fundur Hamas og Jihad haldinn í Egyptalandi

Átök brutust út á Gasa í dag.
Átök brutust út á Gasa í dag. Reuters

Viðræður hófust í Egyptalandi í dag á milli Hamas-liða, íslömsku Jihad samtakanna og egypskra sáttasemjara um að koma á vopnahléi milli palestínskra uppreisnarmanna og Ísraela.  Fundurinn fór fram í El Arish í dag, skammt frá landamærum Egyptalands og Gasa, þrem dögum eftir að Ísraelar hættu aðgerðum á Gasa sem urðu 120 Palestínumönnum að bana. 

Fram kemur á fréttavef Reuters, að stöðva verði eldflaugaárásir á Ísrael frá Gasa og innrásir Ísraela á yfirráðasvæði Hamas, til þess að auðvelda friðarviðræður á milli Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Ísraela.  Abbas frestaði viðræðum eftir árásir Ísraela en samþykkti í gær að halda viðræðum áfram.    

Háttsettur félagi í Hamas, Mahmoud al-Zahar, var viðstaddur fyrir hönd Hamas og Khader Habib, leiðtogi Jihad, staðfesti að samtökin hefðu sent nefnd til Egyptalands til að ræða árásirnar.   Stjórnvöld í Egyptalandi óskuðu eftir því að palestínsku samtökin sendu fulltrúa sína til Egyptalands til að ræða stöðu mála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert