Dregur úr flugskeytaárásum

Ísraelskur hermaður á landamærum Ísraels og Gasasvæðisins.
Ísraelskur hermaður á landamærum Ísraels og Gasasvæðisins. AP

Mjög hefur dregið úr flugskeytaárásum herskárra Palestínumanna á Gasasvæðinu yfir landamærin til  Ísraels. Frá því á fimmtudag hefur einungis einu til tveimur flugskeytum verið skotið yfir landamærin daglega en í lok febrúar var um 50 flugskeytum skotið á Ísrael á hverjum degi. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Þessa þróun má rekja til fyrirmæla forsvarsmanna Hamas-samtakanna á Gasasvæðinu. Ísraelskir fréttaskýrendur velta því fyrir sér hvort yfirvöld í Ísrael hafi náð einhvers konar leynilegu samkomulagi við Hamas-samtökin sem ráða Gasasvæðinu en telja það ólíklegt.

Líklegra þykir að um einhliða ákvörðum Hamas samtakanna sé að ræða sem m.a. megi rekja til þrýstings frá Egyptalandi.  Þá segja þeir að erfitt sé fyrir Ísraela að halda áfram hernaðaraðgerðum á Gasasvæðinu þegar flugskeytaárásunum hefur verið hætt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert