Fyrirtæki í Zimbabve í meirihlutaeigu frumbyggja

Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar í Zimbabve fagna forsetaframbjóðandanum Morgan Tsvangirai á kosningafundi …
Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar í Zimbabve fagna forsetaframbjóðandanum Morgan Tsvangirai á kosningafundi í gær. AP

Robert Mugabe, forseti Zimbabve, hefur undirritað lög það sem kveðið er á um að öll fyrirtæki í landinu verði að vera í meirihlutaeigu frumbyggja landsins. Lögin voru samþykkt áþingi landsins í september á síðasta ári en tilkynnt var í gær að forsetinn hefði að lokinni alvarlegri íhugun ákveðið að undirrita lögun. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Hugtakið frumbyggi er skilgreint í lögunum sem „einstaklingar sem fram til 18. apríl árið 1980 bjuggu við ósanngjarna mismunun vegna kynþáttar síns, og afkomendur þeirra".

Landið hlaut sjálfstæði umræddan dag og hefur Mugabe setið á forsetastóli síðan. Lögin munu gera það að verkum að eigendur banka, námu- og símafyrirtækja auk fjölmargra minni fyrirtækja, verða að afsala sér 51% hlut í fyrirtækjum sínum.Kosningar fara fram í landinu þann 29. mars en tveir frambjóðendur eru taldir geta ógnað Mugabe í kosningunum.Mikil efnahagskreppa og marvælaskortur hefur verið í landinu á undanförnum árum. Er upphaf kreppunnar rakið til þess er Mugabe þjóðnýtti allar landbúnaðarjarðir en í kjölfar þess voru margir reyndir bændur hraktir af jörðum sínum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert