Útilokar framboð með Clinton

Barack Obama sagði í dag að það væri fráleit hugmynd að hann yrði varaforsetaefni Hillary Clintons í kosningunum í nóvember. Sagði hann að kjósendur yrðu að velja á milli sín og Clintons í forkosningunum. „Ég er ekki í framboði til varaforseta,“ sagði Obama.

Kosið verður í Mississippi á morgun, og sagði Obama er hann ávarpaði stuðningsmenn sína þar í dag, að hann vildi „taka af allan vafa“ um hvort til greina kæmi að bæði hann og Clinton yrðu í forsetaframboði.

Clinton hefur ítrekað gefið í skyn undanfarið að hún útiloki ekki þann möguleika að Obama yrði varaforsetaefni sitt. Stuðningsmenn Obamas sögðu í dag að með þessu virtist Clinton vera að reyna að gera minna úr Obama og höfða til óákveðinna kjósenda.

Útlit er fyrir að Obama sigri í Mississippi á morgun, þar sem meirihluti kjósenda Demókrataflokksins eru blökkumenn.

Barack Obama.
Barack Obama. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert