155 manns særðust í sprengingu í Albaníu

Sprenging varð í hergagnabirgðastöð í Albaníu í dag.
Sprenging varð í hergagnabirgðastöð í Albaníu í dag. Reuters

Að minnsta kosti 155 manns særðust í kröftugum sprengingum í hergagnabirgðastöð skammt fyrir utan Tirana, höfuðborg Albaníu, að sögn yfirvalda í Albaníu.  Ekki er vitað um orsök sprenginganna en flestir hinna særðu voru óbreyttir borgarar, að því er kemur fram á fréttastofu AFP.  Gluggar brotnuðu á flugvelli í nágrenninu og öllum flugum hefur verið frestað.  Að sögn Forsætisráðherra Albaníu, Sali Berisha, er ástandið alvarlegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert