Tvær konur stungnar til bana á Sjálandi

Kona og karl voru í morgun stungin til bana í verslun í bænum Hørsholm á Sjálandi í Danmörku. Karlmaður var handtekinn í kjölfarið og segir lögregla að um sé að ræða eiginmann konunnar.

Maðurinn sem stunginn var til bana var faðir konunnar, en konan og banamaðurinn höfðu deilt um forræði yfir börnum þeirra hjóna. Börnin, sem eru fimm og ellefu ára, voru viðstödd þegar árásin var gerð. 

Maðurinn er sagður hafa reynt að taka viðskiptavini í versluninni í gíslingu.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert