Nýr ríkisstjóri játar syndir sínar

David Paterson og eiginkona hans Michelle Paige Paterson.
David Paterson og eiginkona hans Michelle Paige Paterson.

David Paterson, nýr ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum greindi frá því í sjónvarpsviðtali í gær að hann hefði neytt kókaíns og kannabisefna á áttunda áratug síðustu aldar. Þá hefur hann greint frá því að hann hafi átt nokkur ástarævintýri fyrir nokkrum árum á erfiðu tímabili í hjónabandi hans. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Paterson sagðist hafa prófað kókaín nokkrum sinnum er hann var 22 eða 23 ára gamall. Þá sagðist hann síðast hafa neytt kannabisefna undir lok áttunda áratugarins.

Paterson sem er 53 ára tók við embætti ríkisstjóra eftir að Eliot Spitzer sagði af sér eftir að upp komst um viðskipti hans við unga vændiskonu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert