Olmert segir Hamas ekki eiga von á góðu

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels. AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hét því í dag að tekið yrði á Hamas-samtökunum á „sársaukafullan hátt“ svo koma megi í veg fyrir árásir uppreisnarmanna á Ísrael frá Gaza, en þar ræður Hamas ríkjum.

„Við munum ekki ræða við Hamas, en við munum berjast við Hamas [...] það er enginn millivegur,“ sagði Olmert við fréttamenn í dag nokkrum klukkustundum eftir að uppreisnarmenn skutu níu eldflaugum á suðurhluta Ísraels. Engan sakaði og þá urðu engar skemmdir.

„Við verðum að svara þessu á þann hátt að þeir komist í skilning um að þetta er ekki rétta leiðin til að taka á okkur,“ sagði forsætisráðherrann.

„Við verðum að taka á Hamas með öðrum aðferðum og þessar aðferðir verða mjög sársaukafullar,“ bætti Olmert við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert