Vitað hver myrti Politkovskaíju

Anna Politkovskaíja.
Anna Politkovskaíja. AP

Rússneska fréttastofan ITAR-Tass segir, að rússneskir saksóknarar viti hver myrti blaðakonuna Önnu Politkovskaíju, en hún var skotin til bana í íbúð sinni í Moskvu í október 2006.

Saksóknarar hafa ekki skýrt frá því opinberlega hver liggur undir grun en sögðu að lögregla leitaði hans. Ekkert bendir hins vegar til þess, að búið sé að upplýsa hver skipulagði morðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert