Al-Zawahiri: SÞ óvinur íslam

Ayman al-Zawahiri
Ayman al-Zawahiri AP

Ayman al-Zawahiri, annar æðsti maður hryðjuverkasamtakanna al-Qaída, segir að Sameinuðu þjóðirnar séu óvinur íslam og múslima. Þetta kemur fram í hljóðupptöku sem var birt í dag. Segir hann SÞ standa að baki uppbyggingu Ísraelsríkis. Hann tekur fram í hljóðupptökunni að al-Qaída myrði ekki saklausa borgara.

Á hljóðupptökunni er al-Zawahiri að svara 100 af rúmlega 900 spurningum sem lagðar voru fyrir hann af stuðningsmönnum, gagnrýnendum og blaðamönnum í desember.

„Við höfum ekki myrt saklausa borgara, hvorki í Bagdad eða í Marokkó eða Alsír, né annars staðar, samkvæmt enskri þýðingu á hljóðupptökunni sem var birt á vefsvæðum sem tengjast hryðjuverkasamtökunum.

Vefurinn al-Sahab, fjölmiðlaarmur al-Qaida, greindi frá því í desember að al-Zawahri myndi taka á móti spurningum frá almenningi sem sendar yrðu á vefsvæði sem tengdust samtökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert