Loftárás gerð gegn uppreisnarmönnum í Basra

Liðsmaður herdeildar sjíta í Basra.
Liðsmaður herdeildar sjíta í Basra. Reuters

Flugvél Bandaríkjahers skaut flugskeyti á hús í borginni Basra í Írak í gær, og lét einn uppreisnarmaður lífið að sögn Bandaríkjahers.  Vitni og starfsfólk sjúkrahúss segja hins vegar að í það minnsta þrír hafi látið lífið í árásinni, og íraska lögreglan segir sex hafa látið lífið.

Að sögn talsmanns Bandaríkjahers voru gerðar árásir úr lofti á dvalarstað herskárra sjíta, sem hafa barist gegn íröskum stjórnarher, í Qibla hverfinu í Basra.

Samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar, er nú leitað að fleiri látnum í rústum tveggja hæða hús sem var jafnað við jörðu í árásinni.  Talið er að þrír meðlimir sömu fjölskyldu hafi látist og að minnsta kosti þriggja er leitað í rústum hússins.  Óvissa um tölu látinna stafar af því að enn er verið að leita að fólki. 

Mikil átök hafa verið í Qibla hverfinu frá því 25. mars þegar yfirvöld í Írak hófu hernaðaraðgerðir gegn herskáum sjítum, sem hafa yfirráð í þessu hverfi borgarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert